top of page
Ynja Blær Johnsdóttir (f. 1998, Reykjavík) lauk BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2023. Hún vinnur helst í miðli blýantsteikningarinnar en inntak verka hennar er gjarnan hugleiðing á vitninu, vitundinni sem skynjar lífið. Teikningarnar eru unnar í lögum yfir langan tíma, ýmist á pappír, steypu, eða grjót. Lýsa má ferlinu hennar eins og „long exposure” á filmumynd, þar sem mismunandi birtuskilyrði fá að máta sig inn í umhverfið og eftir verður kjarni þess, jafnvel kjarni vitundarinnar sem í því býr.
Úti er myrkur. Náttúran er víðáttumikil og djúpt inni í landslaginu stendur hús. Lítið ljós nær naumlega að skera sér leið í gegnum skuggann og húsið þykist vera eldfluga. Þetta staka ljós minnir mig á einsemd mína. Víðáttan minnkar mig og stækkar samstundis, hún dregur mig inn. Inni í húsinu eru herbergi, rými sem rúma fólk. Þau eru lifandi með fólkinu, í fólkinu og umhverfis það. Fólkið heldur húsinu heitu og í hversdeginum verða til sögur. Húsgögn eru færð til, leirtau lagt á borð og matur eldaður. Kertin kveikt og slökkt, ljósin slökkt, nóttin svæfir. Tilfinningar blæða úr fólkinu og fylla rýmin svo nærvera fólksins lifir áfram án þeirra viðveru.
EN
Ynja Blær Johnsdóttir (b. 1998, Reykjavík) completed a BA degree in Fine Art from the Iceland University of the Arts in the spring of 2023. She primarily works in the medium of pencil drawing and she uses drawing to explore how our consciousness perceives life. Her drawings are created in layers over long periods of time, on surfaces such as paper, concrete, or stone. Her process can be described as a “long exposure” in analog photography, where varying light conditions blend together to capture the true nature of a place, or even the essence of the consciousness dwelling within it.
~
CV
2019-2023
BA myndlist, Listaháskóli Íslands.
Fornám í sjónlistum, Myndlistaskólinn í Reykjavík.
2018-2019
Einkasýningar
2024
Listval - Pása / A Pause (IS)
2022
Kubburinn - Undir dögun hulið hús / A House Covered with dawn (IS)
Hópsýningar
2025
Kling & Bang - GROTTO RE (IS)
2024
Monk Contemporary - From What We Sowed (CH)
2023
Listasafn Reykjavíkur - Rafall / Dynamo (IS)
2022
Gallery Port - Jólagestir Gallery Port (IS)
Kubburinn - Staging nothing (IS)
2022
2022
Kubburinn - Come Forth (IS)
2021
Ægisgata 7 - No drama (IS)
2020
Kársnesbraut 106 - Myndlistarsýning Ynju Blævar og Lilju Cardew (IS)
Laugavegur 74 - The Intimacy of Banality (IS)
2019
Residensíur
2024
Monk Contemporary, Basel, Sviss.
Viðtöl og umfjallanir (hlekkir)
2024
2024
2024
2023
bottom of page